Mat á umhvefisáhrifum sorpstöðvar Sorpsamlags Þingeyinga ehf.
Lögð hefur verið fram matsskýrsla vegna byggingar og rekstrar móttöku- flokkunar- og förgunarstöðvar sorps sem Sorpsamlag Þingeyinga ehf. hyggst reisa við Víðimóa 2 á Húsavík.
Lögð hefur verið fram matsskýrsla vegna byggingar og rekstrar móttöku- flokkunar- og förgunarstöðvar sorps sem Sorpsamlag Þingeyinga ehf. hyggst reisa við Víðimóa 2 á Húsavík. Matsskýrslan er unnin af Náttúrustofu Norðausturlands á Húsavík. Skýrslan mun liggja frammi til kynningar frá 4. maí – 15. júní 2005 hér á bæjarskrifstofunum, á bókasafninu á Húsavík, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Einnig er skýrslan aðgengileg á heimasíðu Héraðsnefndar Þingeyinga, www.tingey.is Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir, sem skulu vera skriflegar og berast Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík eigi síðar en 15. júní n.k.