Fara í efni

Matráður í skólamötuneyti

Starf matráðar í skólamötuneyti Húsavíkur er nú laust til umsóknar.

Leitað er að einstaklingi sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja öflugt og metnaðarfullt skólamötuneyti í samvinnu við yfirmatráð, skólana, starfsfólk, foreldra og nemendur. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur sterka og faglega sýn á starfsemi skólamötuneyta. Matráður mun, undir stjórn yfirmatráðs, hafa umsjón með eldhúsi, sjá um matseld og bakstur, skipuleggja matseðla allt að mánuð fram í tímann og annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum ásamt því að hafa umsjón með þrifum. Matráður mun bera ábyrgð á fjármunum með öðrum og vera staðgengill yfirmatráðs. Gerð er krafa um mikla reynslu á þessu sviði.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Starfsreynsla í mötuneytiseldhúsi
• Forystuhæfileikar, mikil samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar
• Reynsla af stjórnun í mötuneyiseldhúsi er æskileg
• Matartækninám/matreiðslunám er æskilegt


Öll kyn eru hvött til að sækja um.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf í síðasta lagi 1. janúar 2023
Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2022
Umsóknir skulu berast til yfirmatráðar í tölvupósti á netfangið fannar@nordurthing.is

 

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 845-5515 eða með fyrirspurnum í tölvupósti á netfangið fannar@nordurthing.is