Fara í efni

Matráður óskast á leikskólann Grænuvelli

Leikskólinn Grænuvellir Húsavík auglýsir eftir matráði í 88% stöðu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 7:30-14:30.

Grænuvellir er 7 deilda leikskóli með um 120 nemendur og 40 starfsmenn.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

  • Mótun og uppbygging matarvenja 
  • Rekstur mötuneytis 
  • Matseld 
  • Þátttaka í gerð matseðla 
  • Innkaup

Reynsla og hæfni: 

  • Menntun á sviði matreiðslu og/eða reynsla af matreiðslu í stóreldhúsi 
  • Góð þekking á næringarfræði og rekstri mötuneyta 
  • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð 
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum 
  • Nákvæmni í vinnubrögðum 

Óskað er eftir að með umsókn  fylgi umsögn fyrri vinnuveitenda.

Á Grænuvöllum er unnið eftir ráðleggingum og markmiðum Lýðheilsustöðvar og í samstarfi við næringarfræðing hvað varðar hollustu og næringargildi matvæla..

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til 22. ágúst 2014

Vinsamlegast sækið um með því að fylla út almenna atvinnuumsókn á vef Norðurþings

Nánari upplýsingar: 
siggavaldis@nordurthing.is

Sigíður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri 
Sími 464-6160/ 847-4766