Fara í efni

Menning í Norðurþingi - mótun nýrrar menningarstefnu

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings hefur samþykkt að vinna menningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Mikilvægt er að stefnan sé sameign íbúanna og að sjónarmið sem flestra fái að njóta sín. Boðað er til opinna vinnufunda með íbúum um mótun menningarstefnu Norðurþings.
 
  • Þriðjudag 25. febrúar kl. 17:00 í Grunnskóla Raufarhafnar
  • Þriðjudag 25. febrúar kl. 20:00 í byggðasafninu á Snartarstöðum
  • Miðvikudag 26. febrúar kl. 17:00 í Safnahúsinu á Húsavík
  • Miðvikudag 26. febrúar kl. 20:00 í Skúlagarði

Á fundunum ræðir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings hvort menning skiptir máli, Sif Jóhannesdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga kynnir hlutverk og verkefni menningarmiðstöðvarinnar og Erla Sigurðardóttir fræðslu- og menningarfulltrú Norðurþings fjallar um mótun menningarstefnu Norðurþings. Að stuttum kynningum loknum verða hugmynda- og vinnusmiðjur um menningarstefnuna.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt.

Þeir sem ætla að taka þátt fundunum eru beðnir að skrá sig með tölvupósti á netfangið erla@nordurthing.is, í póstinum þarf að koma fram nafn viðkomandi og hvaða fund hann hyggst sækja.

Nánari upplýsingar veitir undirrituð

Erla Sigurðardóttir
Fræðslu- og menningarfulltrúi