Menningarbrunnur Eyþings
Eyþing (Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum) og SSNV (Samtök sveitarfélaga Norðurland vestra) halda utan um viðamikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi. Skráning í grunninn er aðilum að kostnaðarlausu og verður skráning og viðhald upplýsinga í höndum Eyþings og SSNV. Menningarbrunnur - Gagnagrunnur um menningartengda þjónustu á Norðurlandi hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra sem áhersluverkefni árið 2015.
Í grunninum er að finna upplýsingar um: Hátíðir, húsnæði, hönnunarhús/gallerí, menningarstofnanir/félög, svæðisbundna fjölmiðla, söfn/setur, tónlist, útilistaverk og vinnustofur listamanna.
Frekari upplýsingar um gagnagrunninn veita Vigdís Rún Jónsdóttir verkefnastjóri menningarmála hjá Eyþingi, netfang vigdis@eything.is og Ingibergur Guðmundsson verkefnastjóri hjá SSNV, netfang ingibergur@ssnv.is