Fara í efni

Menningardagar á Raufarhöfn

Nú standa yfir menningardagar á Raufarhöfn.  Ýmiskonar menning er í boði s.s. tónleikar, listsýningar, hópganga, brigde spilakvöld, félagsvist og kvikmyndasýningar og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.  Nú standa yfir menningardagar á Raufarhöfn.  Ýmiskonar menning er í boði s.s. tónleikar, listsýningar, hópganga, brigde spilakvöld, félagsvist og kvikmyndasýningar og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Í kvöld kl. 21:00 eru tónleikar með Eyjólfi Kristjánssyni í Hnitbjörgum en sérstakur gestur hans verður Stefán Hilmarsson.  Um kvöldið verður svo hið rómaða villibráðakvöld á Hótel Norðurljósum.

Hægt er að fylgjast með dagskrá menningardaganna hér á vef Norðurþings undir flipanum "Á næstunni" á forsíðunni.