Fara í efni

Menningardagur

Menningardagur á Kópaskeri var haldin í gær.  Margt athyglisvert var að sjá.  Nokkrir aðilar komu með söfn sín og mátti þar sjá pennasöfn, könnusafn, fílasafn, uglusafn, hluta úr frímerkjasafni og fleira.  Kórinn söng nokkur lög, nemendur tónlistarskólans spiluðu og söguð menn frá ýmsum hugmyndum til framfara fyrir samfélagið. Nemendur 9. og 10. bekkjar Öxarfjarðarskóla voru með kökusölu, seldu jólakort sem nemendur hönnuðu og seldu kaffi og léttar veitingar til styrktar skólaferð til Kaupmannahafnar næsta vor.

Menningardagur á Kópaskeri var haldin í gær.  Margt athyglisvert var að sjá.  Nokkrir aðilar komu með söfn sín og mátti þar sjá pennasöfn, könnusafn, fílasafn, uglusafn, hluta úr frímerkjasafni og fleira. 

Kórinn söng nokkur lög, nemendur tónlistarskólans spiluðu og söguð menn frá ýmsum hugmyndum til framfara fyrir samfélagið.

Nemendur 9. og 10. bekkjar Öxarfjarðarskóla voru með kökusölu, seldu jólakort sem nemendur hönnuðu og seldu kaffi og léttar veitingar til styrktar skólaferð til Kaupmannahafnar næsta vor.

Hvatningarverðlaun voru að þessu sinni veitt Guðmundi Magnússyni fyrir þann dugnað og áræði að koma á háhraða internettengingu á svæðinu.   Veitir hann nú þjónustu frá Tjörnnesi til Raufarhafnar og er um það bil að bæta Þistilfirðinum við þjónustusvæði sitt.  Einnig er hann að auka tengistærð sína af svæðinu umtalsvert.  Um það bil 100 áskrifendur hjá honum núna.

Að lokum komu tveir jólasveinar í heimsókn og skemmtu börnunum og aðstoðuðu við að kveikja á jólatrénu.

Sjá myndir