Fara í efni

Menningarvika á Raufarhöfn

Dagana 19. - 25. október stendur yfir menningarvika á Raufarhöfn.  Að venju er dagskráin fjölbreytt og metnaðarfull svo að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.  Nægir þar að nefna harmonikkutónleikar, diskótek fyrir börnin, gítartónleikar, vínsmökkunarnámskeið og villibráðakvöld. Nánar um dagskránna hér að neðan.

Dagana 19. - 25. október stendur yfir menningarvika á Raufarhöfn.  Að venju er dagskráin fjölbreytt og metnaðarfull svo að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Nægir þar að nefna harmonikkutónleikar, diskótek fyrir börnin, gítartónleikar, vínsmökkunarnámskeið og villibráðakvöld.

Nánar um dagskránna hér að neðan.

 

Þriðjudagur 21. október Skrínukostur kl. 19:00. Við komum saman í Hnitbjörgum og höfum með okkur bita að eigin vali, borðum saman og skemmtum okkur, og verðum bara svolítið góð hvert við annað. Hverfisstjórar eru taldir upp á fylgiblaði og eru íbúar hvers svæðis, sem kynnu að hafa einhverjar hugmyndir sem þeir vildu koma á framfæri, beðnir að hafa samband við sinn stjóra.

Miðvikudagur 22. október. Kaprí-tríó. Harmonikkutónleikar klukkan 20:00 og dansleikur á eftir fyrir eldri borgara og aðra sem hafa áhuga á gömlu dönsunum. Aðgangseyrir 1.000,- frítt fyrir grunnskólabörn. Kvenfélagið með kaffisölu.

Fimmtudagur 23. október. Grunnskóli Raufarhafnar sér um dagskrá frá klukkan 18:00 til klukkan 19:00 en þá er á boðstólum súpa og brauð á vægu verði. Guitar Islancio. Tónleikar í Hnitbjörgum klukkan 20:30. Aðgangseyrir 1.500,- frítt fyrir grunnskólabörn.

Föstudagur 24. október Diskótek fyrir börn og unglinga hefst klukkan 20:00 í Hnitbjörgum, enginn aðgangseyrir. Klukkan 20:30 geta þeir fullorðnu svo mætt á vínsmökkunarnámskeið á Hótel Norðurljósum, verð kr. 2.500,- skráning fyrir fimmtudagskvöld 23.okt. Flugeldasýning klukkan 22:00 á höfninni.

Laugardagur 25. október. Vörukynning frá Purity Herbs á Hótel Norðurljósum klukkan 14:00 Um kvöldið klukkan 20:00 hefst svo hið landsfræga villibráðarkvöld á Hótel Norðurljósum. Nánar auglýst síðar.

Nefndin