Fara í efni

Mikilvægi Kísiliðjunnar

Eins og fram hefur komið mun starfsemi Kísiliðjunnar leggjast af um næstu áramót með alvarlegum afleiðingum fyrir byggð í Þingeyjarsýslu. Vonir eru þó bundnar við að kílsiduftverksmiðja muni leysa hana af hólmi.

Eins og fram hefur komið mun starfsemi Kísiliðjunnar leggjast af um næstu áramót með alvarlegum afleiðingum fyrir byggð í Þingeyjarsýslu. Vonir eru þó bundnar við að kílsiduftverksmiðja muni leysa hana af hólmi.


Þrándur í Götu

Eins og fram hefur komið mun starfsemi Kísiliðjunnar leggjast af um næstu áramót með alvarlegum afleiðingum fyrir byggð í Þingeyjarsýslu. Vonir eru þó bundnar við að kísilduftverksmiðja muni leysa hana af hólmi, en bæði er að sú starfsemi hefst væntanlega ekki fyrr en 2006 og verður, a.m.k. fyrst í stað umfangsminni en sú starfsemi sem rekin er í dag.
Til að varpa ljósi á beinar afleiðingar rekstrarstöðvunarinnar á rekstur Húsavíkurbæjar og Húsavíkurhafnar má nefna eftirfarandi tölulegar staðreyndir sem byggja á ársreikningum 2003: Kísilgúrútflutningur um höfnina var 27.283 tonn eða 70% af útskipuðu vörumagni og 43% af heildarvörumagni sem um höfnina fór. Vörugjöld af útflutningnum námu 3,8 millj. eða tæpum 40% af vörugjaldatekjum hafnarinnar og 10,5% af heildartekjum hennar. Þá hefur Húsavíkurbær tekjur af framleiðslugjaldi sem nam á síðasta ári tæpum 13 millj. sem svarar til um 2,5% af skatttekjum sveitarfélagsins.  
Auk þessara beinu áhrifa á rekstrartekjur sveitarfélagsins mun sölustarfsemi á vegum World Minerals Íslands, sem selt hefur afurðir verksmiðjunnar, leggjast af. Hjá félaginu starfa í dag þrír starfsemnn í tveimur stöðugildum. Þá er starfsemi Kísiliðjunnar mikilvæg stoð í rekstri Skipaafgreiðslu Húsavíkur og má rekja 3 af 11 störfum í fyrirtækinu og um 30% tekna þess beint til starfseminnar. Þessu til viðbótar eru svo óbein áhrif sem m.a. liggja hjá ýmsum öðrum þjónustufyrirtækjum. Stærsta ógnin kann þó að liggja í áhrifunum á stöðu Húsavíkurhafnar sem vöruflutningahafnar, dragist flutningar eins mikið saman og útlit er fyrir nú.