Fara í efni

Misserisverkefni um Húsavík unnin á Bifröst.

Á síðustu vikum hafa tveir Húsvíkingar sem stunda nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst unnið að verkefnum sem tengjast Húsavík ásamt hópfélögum sínum. Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir hefur ásamt fimm öðrum nemendum við skólann unnið að verkefni sem  fjallar um heilsutengda ferðaþjónustu á Húsavík. Verkefnið er unnið í samstarfi við Húsavíkurbæ, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.

Á síðustu vikum hafa tveir Húsvíkingar sem stunda nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst unnið að verkefnum sem tengjast Húsavík ásamt hópfélögum sínum. Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir hefur ásamt fimm öðrum nemendum við skólann unnið að verkefni sem  fjallar um heilsutengda ferðaþjónustu á Húsavík. Verkefnið er unnið í samstarfi við Húsavíkurbæ, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.

 

Á síðustu vikum hafa tveir Húsvíkingar sem stunda nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst unnið að verkefnum sem tengjast Húsavík ásamt hópfélögum sínum. Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir hefur ásamt fimm öðrum nemendum við skólann unnið að verkefni sem  fjallar um heilsutengda ferðaþjónustu á Húsavík. Verkefnið er unnið í samstarfi við Húsavíkurbæ, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Helstu niðurstöður verkefnahópsins voru þær að efnasamsetning heita vatnsins sem fæst úr borholu á Húsavíkurhöfða væri hægt að nýta sem sóknarfæri í heilsutengdri ferðaþjónustu í bænum. Þannig gæti Húsavíkurbær skapað sér ákveðna sérstöðu þar sem vatnið er einstakt hér á landi. Með byggingu heilsulindar og mögulega endurhæfingarstöðvar myndi kröfum um heilsutengda ferðaþjónustu verða fullnægt.  Til þess að þetta geti orðið að veruleika þyrfti að koma til samhent átak allra bæjarbúa, forsvarsmanna ferðamála og bæjaryfirvalda.

Grunnforsenda þess að reka slíka þjónustu í bænum er þó að komið verði á flugsamgöngum á ný, þó sérstaklega yfir vetrartímann, en ætla má að þetta myndi haldast í hendur. Skýrsluhöfundar varpa meðal annars fram vangaveltum um hvort stóriðjuframkvæmdir og heilsubær geti farið saman, en það þarf að huga að mörgum þáttum þegar kemur að ímyndarsköpun heilsubæjar.

Hinn Húsavíkingurinn er Guðrún (Dúna) Árnadóttir sem hefur ásamt fimm öðrum nemendum skoðað hver áhrif lokunar Kísiliðjunnar í Mývatnssveit eru á tekjur Húsavíkurbæjar. Niðurstöður þess verkefnis eru að tekjur Húsavíkurbæjar vegna starfsemi Kísiliðjunnar, flutninga kísils um höfnina og tengdra starfa voru rúmar 18,6 milljónir á síðasta starfsári Kísiliðjunnar. Þá eru ótaldar tekjur vegna annarra vöruflutninga með Eimskip sem námu átta milljónum, en eins og kunnugt er hætti Eimskip reglulegum strandsiglingum til Húsavíkur sama dag og Kísiliðjan hætti starfsemi. Tekjur vegna flutninga kísils námu 20% af heildartekjum Eimskips vegna strandflutninga og ljóst er að lokun Kísiliðjunnar átti stóran þátt í þeirri ákvörðun að leggja þá af. Þó upphæðirnar virðist ekki ýkja háar, munar um minna í bæjarfélagi á stærð við Húsavík og hlutfallslega jafnast þetta tekjutap á við tæplega 1,2 milljarða tekjutap hjá Reykjavíkurborg.

Það er ánægjulegt að nemar sem eiga rætur sínar á Húsavík, skuli leggja vinnu og metnað sinn í verkefni sem nýst geta á heimaslóðum.

Hér má skoða verkefnin.   Áhrif lokunar Kísiliðjunnar í Mývatnssveit á tekjur Húsavíkurbæjar
                                          Heilsutengd ferðaþjónusta á Húsavík