Fara í efni

Mótun fjölskyldustefnu

Húsvíkingar taka virkan þátt í mótun fjölskyldustefnu sveitarfélagsins. Fyrstu handritsdrög send stofnunum, nefndum og sviðsstjórum til frekari vinnslu og yfirferðar.

Húsvíkingar taka virkan þátt í mótun fjölskyldustefnu sveitarfélagsins.
Fyrstu handritsdrög send stofnunum, nefndum og sviðsstjórum til frekari vinnslu og yfirferðar.

Óhætt er að segja að íbúar í Húsavíkurbæ taki virkan þátt í mótun fjölskyldustefnu sveitarfélagsins.  Fjölmargar ábendingar og tillögur hafa borist frá félögum, samtökum, einstaklingum og fjölskyldum auk stofnana og nefnda bæjarins.  Fyrsta handrit að fjölskyldustefnu hefur verið unnið út frá þessum tillögum. Stýrihópur um mótun fjölskyldustefunnar fundaði í gær um fyrstu handritsdrög og verða þau nú send stofnunum, nefndum og sviðsstjórum Húsavíkurbæjar til frekari vinnslu og yfirferðar.   Einnig verður leitað til mikilvægra samstarfsaðila, um nánari útfærslu og möguleg samvinnuverkefni.


                   "Úti í bæ á Öskudag."