Nafn á nýtt sameinað sveitarfélag
Í tilefni að sameiningu fjögurra sveitarfélaga, Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Raufarhafnarhrepps og Öxarfjarðarhrepps var efnt til samkeppni um nafn á nýja sveitarfélagið. Frestur til að skila inn tillögum rann út 15. mars síðast liðinn. Vegleg verðlaun eru í boði en það eru 100.000.- króna peningaverðlaun ásamt sérstökum verðlaunagrip.
Í tilefni að sameiningu fjögurra sveitarfélaga, Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Raufarhafnarhrepps og Öxarfjarðarhrepps var efnt til samkeppni um nafn á nýja sveitarfélagið. Frestur til að skila inn tillögum rann út 15. mars síðast liðinn. Vegleg verðlaun eru í boði en það eru 100.000.- króna peningaverðlaun ásamt sérstökum verðlaunagrip.
Mikill áhugi reyndist fyrir samkeppninni og hugmyndirnar fjölmargar og því bíður verkefnastjórn erfitt verkefni að velja á milli allra þeirra hugmynda sem bárust. Einnig þarf að leita umsagnar Örnafnanefndar og síðan að gera skoðanakönnun samfara sveitarstjórnarkosningum í maí.
Hér fyrir neðan má nálgast lista yfir þær tillögur sem bárust.
Listi yfir tillögur