Námskeið
Virkjum alla námskeiðin að fara af stað.
Í dag, mánudaginn 14. febrúar verður námsvísir FræÞings borinn út á Húsavík og þá á hann að vera
kominn í hvert hús í Þingeyjarsýslum.
Virkjum alla námskeiðin að fara af stað
Í dag, mánudaginn 14. febrúar verður námsvísir FræÞings borinn út á Húsavík og þá á hann að vera kominn í hvert hús í Þingeyjarsýslum. Sérstök athygli er vakin á tölvunámskeiðum verkefnisins „Virkjum alla" Námskeiðin hefjast á Húsavík og á Laugum á morgun þriðjudaginn 15. febrúar. Um er að ræða byrjendanámskeið og er fólk á öllum aldri hvatt til að bregðast nú skjótt við og nýta sér þennan einstaka möguleika til að koma sér af stað við tölvuna. Fyrsta námskeiðið er 6 kennslustundir, sem skiptist á þrjú skipti. Skráning er hafin í síma 464 0454 og á netföngunum; fraething@fraething.is og gunna@hac.is Í kjölfarið fylgja svo samskonar námskeið á Hafralæk og Stórutjörnum. Kynnið ykkur námsvísi FræÞings vel og bíðið ekki með að láta skrá ykkur.