Fara í efni

Námskeið á vegum AÞ og Útflutningsráðs

Námskeið á vegum Útflutningsráðs um áætlanagerð og verðlagningu útflutningsvöru og þjónustu í samvinnu við KPMG og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf.  Námskeiðið verður haldið á Gamla Bauk á Húsavík fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13-17.

Námskeið á vegum Útflutningsráðs um áætlanagerð og verðlagningu útflutningsvöru og þjónustu í samvinnu við KPMG og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf.  Námskeiðið verður haldið á Gamla Bauk á Húsavík fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13-17.

Á námskeiðinu verður farið yfir aðferðafræði við áætlanagerð og m.a. unnið með áætlaðan rekstrar- og efnahagsreikning. Þátttakendur fá einnig áætlunarlíkan í Excel til afnota.   Námskeiðið er ætlað fyrirtækjum í útflutningi á vöru og þjónustu þ.á m. ferðaþjónustufyrirtækjum.  

Enginn aðgangseyrir.

Nánari upplýsingar veitir Vilborg Gissurardóttir hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, sími 464- 0413, vilborg@atthing.is.  Þar er einnig tekið við skráningu á námskeiðið.  Einnig veitir Inga Hlín Pálsdóttir hjá Útflutningsráði nánari upplýsingar, sími 511 4000, inga@utflutningsrad.is.