Fara í efni

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Í ár verða Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs veitt í fimmtánda sinn. Verðlaunin eru 350.000 danskar krónur og í ár er þemað verkefni sem hvatt hafa Norðurlandabúa til að stunda meiri hreyfingu úti í náttúrunni. „Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2009 verða veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem á einstakan hátt hefur stuðlað að góðu fordæmi við að fá fólk til að stunda útivist og sem hefur aukið skilning á mikilvægi náttúrunnar fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði."

Í ár verða Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs veitt í fimmtánda sinn. Verðlaunin eru 350.000 danskar krónur og í ár er þemað verkefni sem hvatt hafa Norðurlandabúa til að stunda meiri hreyfingu úti í náttúrunni.

„Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2009 verða veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem á einstakan hátt hefur stuðlað að góðu fordæmi við að fá fólk til að stunda útivist og sem hefur aukið skilning á mikilvægi náttúrunnar fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði."

Tilnefningar skal senda til sendinefndar Dana í Norðurlandaráði fyrir kl. 12.00 föstudaginn 24. apríl 2009. Hægt er að nálgast eyðublöð fyrir tilnefningar á vefsíðu Norðurlandaráðs.
Dómnefnd umhverfisverðlaunanna tekur um það ákvörðun í ágúst hverjir af tilnefndum fara áfram í aðra umferð. Verðlaunin verða afhent á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi í lok október.
Marorka á Íslandi hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaunin 2008 fyrir „minni orkunotkun með bættum aðferðum" .
Náttúru- og umhverfisverðlaunin eru ein af fjórum verðlaunum Norðurlandaráðs, önnur verðlaun eru veitt fyrir bókmenntir, kvikmyndir og tónlist.

Hafið samband við:

Kamilla Kjelgaard, sendinefnd Danmerkur, Norðurlandaráði
kamilla.kjelgaard@ft.dk
Sími:  +45 33 37 59 99

Patrik Edman, upplýsingaráðgjafi, Norðurlandaráði
ped@norden.org
sími: +45 33 96 04 60

Vefsíða Náttúru- og umhverfisverðlaunanna :: https://postur.nordurthing.is/exchweb/bin/redir.asp?URL=http://www.norden.org/nr/pris/nat_mil_pris/sk/index.asp?%26lang=

Nánar um verðlaunahafa 2008 :: https://postur.nordurthing.is/exchweb/bin/redir.asp?URL=http://www.norden.org/webb/news/news.asp?id=8117


============================================================
Um fréttabréfið
============================================================

Viltu fylgjast með fréttum af Norðurlöndum og norrænu samstarfi? Við sendum út tölvupóst með fréttum alla virka daga.
Efni fréttabréfsins er til frjálsra afnota ef heimildar er getið.

Myndir úr myndabanka Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar eru einnig til frjálsra afnota: https://postur.nordurthing.is/exchweb/bin/redir.asp?URL=http://www.norden.org/nordbild/

Eldri fréttir:
https://postur.nordurthing.is/exchweb/bin/redir.asp?URL=http://www.norden.org/webb/news/news.asp

============================================================
Hafið samband
============================================================

Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin

Store Strandstræde 18,
DK-1255 København.
Sími +45 33 96 02 00.
Fax +45 33 93 58 18.

Ritstjóri: Michael Funch, mifu@norden.org
www.norden.org