Fara í efni

Netaveiði göngusilungs í sjó 2018

Netaveiði göngusilungs í sjó 2018

Norðurþing auglýsir laus netaveiðileyfi göngusilungs í sjó í landi Húsavíkur.

Veiðisvæðin eru 10 og eru þau fyrirfram skilgreind.  Hvert veiðileyfi veitir rétt til lagningu á einu neti á hverju svæði.  Veiðin er háð lögum og reglugerðum um þessar veiðar.

Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar liggja á skrifstofu stjórnsýslunnar á Húsavík.

Verði umsóknir fleiri en leyfin fyrir hvert veiðisvæði verður dregið úr umsóknum.  Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 föstudaginn 13. júlí. Úthlutun leyfa fer fram kl 11:00 mánudaginn 16 júlí.

 

Verkefnastjóri framkvæmdasviðs