Fara í efni

Niðurstöður íbúaþings kynntar

Á fundi, sem haldinn var í gærkvöldi þann 11.mars 2004, voru helstu niðurstöður íbúaþings kynntar. Fundarmenn lýstu ánægju sinni með vel heppnað íbúaþing og því hve bæjarbúar hefðu verið áhugasamir um framtíð Húsavíkurbæjar. Fjölmargar athyglisverðar hugmyndir komu fram á þinginu.

Á fundi, sem haldinn var í gærkvöldi þann 11.mars 2004, voru helstu niðurstöður íbúaþings kynntar. Fundarmenn lýstu ánægju sinni með vel heppnað íbúaþing og því hve bæjarbúar hefðu verið áhugasamir um framtíð Húsavíkurbæjar. Fjölmargar athyglisverðar hugmyndir komu fram á þinginu.


Frá kynningarfundinum 11. mars 2004

Á fundi, sem haldinn var í gærkvöldi þann 11.mars 2004, voru helstu niðurstöður íbúaþings kynntar. Fundarmenn lýstu ánægju sinni með vel heppnað íbúaþing og því hve bæjarbúar hefðu verið áhugasamir um framtíð Húsavíkurbæjar. Fjölmargar athyglisverðar hugmyndir komu fram á þinginu.
Umræðuhópar voru þrír sem fjölluðu um atvinnumál, tómstundir og bæ og sveit. Hópstjórar gerðu grein fyrir umræðum hópanna og helstu hugmyndum sem þar komu fram. Fulltrúi Tækniþings gerði grein fyrir athugasemdum og ábendingum sem bæjarbúar hefðu komið á framfæri við skipulagsmenn á hugmyndatorgi og að lokum var niðurstaða skoðanakönnunar kynnt, en nemendur Framhaldsskólans á Húsavík unnu hana og lögðu fyrir þátttakendur á íbúaþingi.
Ætlunin er að birta hér á heimasíðunni nánari niðurstöður könnunarinnar strax og þær berast frá FSH.