Fara í efni

Norðurþing auglýsir eftir framboðum og tillögum um einstaklinga í hverfisráð Raufarhafnar

Norðurþing auglýsir aftur eftir framboðum og tillögum um einstaklinga í hverfisráð Raufarhafnar. Gjaldgengir fulltrúar í hverfisráð eru allir einstaklingar 18 ára og eldri sem hafa lögheimili á nærsvæði viðkomandi hverfis í sveitarfélaginu.  Sérstaklega er leitað til íbúasamtaka og/eða -félaga og þau hvött til að koma með tillögur og/eða hugmyndir, til að ráðin nýtist sem best til að styðja við og efla starfsemi slíkra samtaka.  Greidd verður þóknun fyrir fundarsetu fulltrúa í hverfisráðum. Nauðsynlegt er við val á fulltrúum í hverfisráð, að horft verði til fjölbreytileika sem endurspeglar samfélagið, þ.m.t. með tilliti til kynferðis, aldurs, uppruna og annarra samfélagsþátta.

 

Tillögur um einstaklinga í hverfisráð berist skriflega á netfangið jona@nordurthing.is eða á skrifstofur Norðurþings FYRIR kl. 12:00 Miðvikudaginn 6. desember 2017.

 

 

 

Hverfisráð eru starfrækt í sveitarfélögum víða um land og eru til þess hugsuð að auka íbúalýðræði. Í Norðurþingi starfa hverfisráð á Raufarhöfn, Kópaskeri, í Kelduhverfi og Reykjahverfi.  Markmið þeirra eru m.a. að:

 

  • Að vera formlegur umræðuvettvangur um hagsmunamál og þjónustu sveitarfélagsins fyrir viðkomandi svæði.
  • Að vera vettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka og atvinnulífs  á sínu nærsvæði og sveitarstjórnar.
  • Að vera vettvangur fyrir íbúa svæðis til að vera virkir þátttakendur í allri stefnumörkun Norðurþings innan viðkomandi svæðis.
  • Að gera tillögur til byggðarráðs um starfsemi og þjónustu innan viðkomandi svæðis/hverfis.
  • Að stuðla að hvers konar samstarfi innan svæðis.
  • Að vera ráðgefandi fyrir stjórnsýslu sveitarfélagsins og stuðla að eflingu félagsauðs á sínum svæðum.
  • Að tengja stjórnkerfi sveitarfélagsins betur íbúum þess og nýta þekkingu þeirra á sínu nánasta umhverfi.

 

Nánar má lesa um samþykktir hverfisráða á vef Norðurþings.  http://www.nordurthing.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/nefndir-og-rad