Norðurþing auglýsir laust til umsóknar starf sveitarstjóra
10.06.2022
Tilkynningar
Norðurþing auglýsir laust til umsóknar starf sveitarstjóra.
Helstu verkefni:
Helstu verkefni:
-
Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar
- Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum
- Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar
- Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök, fyrirtæki og íbúa
- Gæta hagsmuna sveitarfélagsins Norðurþings út á við og vinna að framfaramálum
- Stefnumarkandi vinna og mótun framtíðarsýnar í ólíkum málaflokkum
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af stjórnun, rekstri og fjármálum
- Reynsla af mannauðsmálum
- Þekking á sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu
- Áhugi á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku og íslensku.
Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 26. júní nk.
Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.
Starfsauglýsingu má sjá hér til hliðar.