Kynning skipulags- og matslýsingar vegna deiliskipulags athafnasvæðis A5 við Kringlumýri á Húsavík
Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar, samþykkti á fundi sínum þann 28. nóvember 2017 að kynna skipulags- og matslýsingu skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags á athafnasvæði A5 – Kringlumýri á Húsavík. Á svæðinu eru nú fyrir sláturhús og kjötvinnsla Norðlenska og aðstöðuhús Garðvíkur. Gert er ráð fyrir að báðar lóðir stækki og að skilgreindur verði byggingarréttur fyrir lóðirnar.
Skipulags- og matslýsing þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings auk þess sem hún hangir upp á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 4. janúar 2018. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).
Ennfremur er boðað til kynningarfundar skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga um tillögum að deiliskipulagi svæðisins ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu á opnu húsi í fundarsal sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, mánudaginn 11. desember n.k. milli kl. 14 og 16.
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings