Norðurþing auglýsir starf rekstrarstjóra hafna
Norðurþing auglýsir starf rekstrarstjóra hafna Norðurþings laust til umsóknar.
Rekstrarstjóri hafna sinnir starfi sínu bæði á skrifstofu og á hafnarsvæðum og heyrir viðkomandi undir sveitarstjóra Norðurþings sem jafnframt er hafnastjóri.
Starfssvið og helstu verkefni:
- Ábyrgð á daglegri starfsemi hafna Norðurþings á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn, rekstri þeirra og uppbyggingu.
- Umsjón með fjármálastjórn hafnanna, áætlanagerð og kostnaðareftirliti.
- Mannaforráð starfsfólks hafna Norðurþings.
- Markaðssetning og upplýsingagjöf um starfsemina.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af rekstri og stjórnun.
- Þekking af hafnsækinni starfsemi er kostur.
- Þekking af opinberri stjórnsýslu er kostur.
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Færni í að koma frá sér efni í ræðu og riti.
Norðurþing er víðfemt, fjölbreytt og metnaðarfullt sveitarfélag á Norðausturlandi með þrjá þéttbýliskjarna, Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Íbúar eru um 3200 talsins.
Norðurþing er góður búsetukostur, m.a. vegna góðra leik, grunn- og framhaldsskóla, fjölbreytts atvinnulífs og þjónustu, kraftmikils íþróttastarfs, auðugs félags- og menningarlífs, veðursældar og stórbrotinnar náttúrufegurðar.
Mikil uppbygging og spennandi tímar eru framundan hjá höfnum Norðurþings, bæði í þjónustu við atvinnulíf, iðnað, skemmtiferðaskip og vegna hugmynda um Grænan iðngarð á Bakka.
Sótt er um starfið á www.mognum.is. Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is og Telma Eiðsdóttir; telma@mognum.is
Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst 2023
Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið. Með umsókn þarf að fylgja ítarleg ferilskrá auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.
Starfshlutfallið er 100%. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.