Norðurþing sækir um að gerast Heilsueflandi samfélag
26.01.2018
Tilkynningar
Á janúarfundi Sveitarstjórnar Norðurþings var samþykkt samhljóða að sækja um aðild að verkefninu heilsueflandi samfélag.
Embætti landlæknis leiðir leiðir verkefnið á landsvísu og verður Norðurþing 16. sveitarfélagið til að taka þátt í verkefninu.
Á vefsíðu landlæknis segir: ,, Í heilsueflandi samfélagi er stöðug áhersla lögð á að bæta bæði hið manngerða og félagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði, og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi ".
Nánar má lesa um verkefnið inná vefsíðu Embættis landlæknis undir flipanum Heilsa & líðan.
Stefnt er að formlegri undirritun um mánaðarmótin febrúar/mars og verður hún auglýst sérstaklega.