Norrænt ungmennamót í Álaborg
Auglýst er eftir umsækjendum úr Norðurþingi í norrænt samstarfsverkefni. Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 16 - 19 ára og hafa gott vald á ensku. Þátttakendur munu þurfa að vera með kynningu á Íslandi og á sveitarfélaginu Norðurþingi. Umsóknarfrestur er til 30. apríl.
5 ungmennum úr Norðurþingi hefur verið boðið að taka þátt í Norrænu ungmennamóti í Álaborg í Danmörku dagana 28.-júní-4.júlí 2009.
Þátttakendur á þessu móti munu koma frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Norðvestur Rússlandi og Danmörku. Það eru 5 einstaklingar á aldrinum 16-19 ára ásamt einum leiðtoga sem fá boð á þetta mót frá hverju landi.
Þemað á þessu Norræna ungmennamóti er eftirfarandi:
Þekking og skilningur á norrænni menningu.
Fókus á ungmenni dagsins í dag á Norðurlöndunum og samvinna í framtíðinni.
Þróun ungmennalýðræðis.
Þekking á fjölmenningu og barátta gegn útlendingahatri á Norðurlöndunum.
Mót þetta verður styrkt að hluta af Norrænu Barna- og Ungmennanefndinni.
Þátttakendur munu bera einhvern kostnað af þessu sjálfir en gert er ráð fyrir að helmingur ferðakostnaðar verði greiddur!
Nánari upplýsingar veitir
Jóhann Rúnar Pálsson
Æskulýðsfulltrúi Norðurþings,
464-6196/464-6197