Ný hafnalög og gjaldskrá fyrir hafnir
Ný hafnalög taka gildi 1. júlí n.k. og hefur samgönguráðherra gefið út nýja gjaldskrá skv. bráðbirgðaákvæði þeirra sem gildir frá 1. júlí n.k. Gjaldskrána er að finna undir “Upplýsingar / Gjaldskrár” hér á síðunni.
Ný hafnalög taka gildi 1. júlí n.k. og hefur samgönguráðherra gefið út nýja gjaldskrá skv. bráðbirgðaákvæði þeirra sem gildir frá 1. júlí n.k. Gjaldskrána er að finna undir “Upplýsingar / Gjaldskrár” hér á síðunni.
Helstu breytingar frá eldri gjaldskrá eru;
- hafnir fá nú heimild til að hækka eða lækka gjöld samkvæmt gjaldskránni um 20%
- lestargjöld hækka um 25%
- bryggjugjöld lækka verulega en reiknast nú fyrir hverja byrjaða 12 tíma en ekki 24 eins og
áður var.
- vörugjaldaflokkun breytist þannig að núverandi 4. flokkur er felldur inní 3. flokk og við það lækka vörugjöld á vörum sem voru í 4. flokki verulega.
- aflagjald hækkar úr 1,03% í 1,60% af heildarverðmæti sjávarafla
- höfnum er tryggð heimild til að taka farþegagjöld við komu og brottför fyrir hvern fullorðinn farþega og hálft gjald fyrir börn
Hafnarnefnd hefur tekið þessa nýju gjaldskrá til afgreiðslu og ákveðið að nýta ekki heimildir til hækkunar eða lækkunar gjalda skv. henni að svo komnu máli, en fá reynslu af henni fyrst. Jafnframt hefur hafnarnefnd ákveðið að nýta heimild til innheimtu farþegagjalda og falið hafnarstjóra að leggja fram tillögu um útfærslu þeirrar gjaldtöku.
Nýju hafnalögin gera starfsemi hafna, eins og okkar, sem hafa sérstaka stjórn virðisaukaskattsskylda frá og með 1. júlí. Þetta þýðir að hafnarsjóður mun innheimta útskatt á alla selda vöru og þjónustu nema húsaleigu, en almenna reglan er sú að rekstur fasteigna er undanþeginn virðisaukaskattsskyldu.