Fara í efni

Ný heimasíða Kelduhverfis

Opnuð hefur verið ný heimsíða fyrir Kelduhverfi. Þar er að finna  fréttir, upplýsingar ofl. sem tengist svæðinu. Gugga í Lóni tekið við sem umsjónarmaður og er heimasíðan vistuð hjá Stefnu á Akureyri líkt og heimasíða Norðurþings og hefur hún sömu uppbyggingu. Vefslóðin er: http://www.kelduhverfi.is einnig er hægt að komast á hana með því að ýta á hnappinn hér efst  með heitið "Kelduhverfi". Nýjustu fréttir birtast svo sjálfkrafa ásamt fréttum að öðrum undirsíðum Norðurþings á svæðinu “Fréttir úr Norðurþingi” 
Slæmt veður í KelduhverfiOpnuð hefur verið ný heimsíða fyrir Kelduhverfi. Þar er að finna  fréttir, upplýsingar ofl. sem tengist svæðinu. Gugga í Lóni tekið við sem umsjónarmaður og er heimasíðan vistuð hjá Stefnu á Akureyri líkt og heimasíða Norðurþings og hefur hún sömu uppbyggingu. Vefslóðin er: http://www.kelduhverfi.is einnig er hægt að komast á hana með því að ýta á hnappinn hér efst  með heitið "Kelduhverfi". Nýjustu fréttir birtast svo sjálfkrafa ásamt fréttum að öðrum undirsíðum Norðurþings á svæðinu “Fréttir úr Norðurþingi” 
Hér má sjá nýjustu fréttir á vef Kelduhverfis:
mánudagur 13.nóv.
Leiðindaveður í Kelduhverfi
Vetur konungur hefur tekið völdin í Kelduhverfi, allavega í bili. Leiðindaveður er nú í hverfinu og horfur á að það fari versnandi þegar líður á daginn. Samkvæmt spá Veðurstofunnar er gert ráð fyrir norðaustan 15-23 m/s og snjókomu í dag.
Rafmagn fór af í skamma stund snemma í morgun en hefur haldist að mestu síðan. Bændur hýstu flestir fé sitt um helgina þar sem spáin gaf til kynna að það væri skynsamlegt. Skólahaldi í Lundi var aflýst kl 13:00 og öll börn keyrð heim .
 
fimmtudagur 9.nóv
Óbyggðanefnd tekur Kelduhverfi fyrir
Óbyggðanefnd hefur til meðferðar landsvæði á austanverðu Norðurlandi þar á meðal Kelduhverfi.  Kröfur nefndarinnar þykja nokkuð miklar og má lesa nánar um þær á vef Óbyggðanefndar