Ný ungmennaaðstaða á Húsavík
Laugardaginn 29. september opnaði nýja ungmennaaðstaðan formlega í íþróttahöllinni. Boðið var upp á dýrindisköku frá Heimabakaríi.
Ungmennaaðstaðan er ætluð öllu ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára. Umsjónarmenn hennar eru Kristjana María Kristjánsdóttir og Sigríður Hauksdóttir.
Opnunartími:
Mánudagar og fimmtudagar frá 20:00 - 23:00.
Á þriðjudögum, miðvikudögum, laugardögum og sunnudögum verður hægt að horfa á enska boltann og meistaradeildina.
Einn föstudag og einn laugardag í mánuði verður opið en þá verður eitthvað sérstakt í gangi. Aðgangur er
að salnum í höllinni á laugardögum og þar verða ýmsir viðburðir og mót.
Í húsnæðinu er skjávarpi og tjald sem hægt er að nota til kvikmynda- og sjónvarpsgláps, Playstation tölva er einnig á staðnum
ásamt fjölda leikja og tengi fyrir tölvu.
Fullt af borðspilum eru í boði eins og hið sígilda Trivial auk fjölda annarra spila.
Borðtennisborð er á staðnum og vonandi eiga fleiri slík spil eða borð eftir að bætast við.
8 hressir krakkar, fjórir strákar og fjórar stelpur, eru í skemmtinefnd sem skipuleggur viðburði eins og bíókvöld, skilakvöld og
annað menningartengt.
En vantar nafn á nýju aðstöðuna og hvetjum við alla þá sem hafa góðar hugmyndir að senda þær til Kristjönu Maríu á netfangið eða Siggu á netfangið siggahd@simnet.is.