Ný vefsíða Græns iðngarðs á Bakka og þróunarfélag um starfsemina
Ný vefsíða Græns iðngarðs á Bakka, hefur litið dagsins ljós.
Hér er hlekkur á síðuna: ÁRBAKKI – Eco-Industrial Park in Húsavík (arbakkiecopark.com)
Einnig eru hér tenglar á facebook síðu Facebook og LinkedIn prófíl Árbakki Eco-Industrial Park: About | LinkedIn
Við hvetjum íbúa sveitarfélagsins að skoða síðurnar og bjóða vinum að líka við facebook síðu verkefnisins.
Á byggðarráðsfundi þann 1. febrúar sl. voru yfirfarnar samþykktir fyrir þróunarfélagið Grænn Iðngarður á Bakka ehf. Einnig voru skipuð í stjórn félagsins þau Hafrún Olgeirsdóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason og Áki Hauksson. Til vara Soffía Gísladóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Framkvæmdastjóri er Bergþór Bjarnason.
Grænir iðngarðar eru vettvangur fyrir iðnað sem setur sér skýr markmið um bætta nýtingu auðlinda. Með því að tvinna saman fjölþættan iðnað má skapa tækifæri til enn betri nýtingar auðlinda og að því erum við að vinna á Bakka við Húsavík. Leitast er við að fá inn á svæðið verkefni sem geta nýtt og skapað verðmæti úr auðlindum sem eru í dag að fara til spillis. Með því að samtvinna ólík verkefni ætlum við að skapa ný verðmæti og á sama tíma að vinna að vernd umhverfis og auðlinda okkar með fullnýtingu.