Fara í efni

Nýjar innheimtureglur hjá Húsavíkurbæ frá 1.maí 2004

Bæjarráð Húsavíkurbæjar samþykkti þann 1. apríl 2004 nýjar innheimtureglur vegna innheimtu á tekjum Húsavíkurbæjar. Þessar nýju reglur koma í stað eldri reglna frá 14. nóvember 1994. Samhliða upptöku á innheimtureglunum hefur verið samið við Regula-lögmannsstofu ehf. um innheimtu á vanskilakröfum sem sveitarfélagið á eða hefur umsjón með. Reglurnar eru að finna hér á heimasíðunni undir "Upplýsingum"

Bæjarráð Húsavíkurbæjar samþykkti þann 1. apríl 2004 nýjar innheimtureglur vegna innheimtu á tekjum Húsavíkurbæjar. Þessar nýju reglur koma í stað eldri reglna frá 14. nóvember 1994.
Samhliða upptöku á innheimtureglunum hefur verið samið við Regula-lögmannsstofu ehf. um innheimtu á vanskilakröfum sem sveitarfélagið á eða hefur umsjón með.
Reglurnar eru að finna hér á heimasíðunni undir "Upplýsingum"

Tilkynning til viðskiptavina Húsavíkurbæjar.

 Nýjar innheimtureglur Húsavíkurbæjar tóku gildi 1.maí 2004.

Bæjarráð Húsavíkurbæjar samþykkti þann 1.apríl 2004 nýjar innheimtureglur vegna innheimtu á tekjum Húsavíkurbæjar. Þessar nýju reglur koma í stað eldri reglna frá 14.nóvember 1994. Reglurnar eru birtar á heimasíðu bæjarins, husavik.is, og nánari upplýsingar um þær eru veittar á bæjarskrifstofunni.
Samhliða upptöku á innheimtureglunum hefur verið samið við Regula-lögmannsstofu ehf.,um innheimtu á vanskilakröfum,sem sveitarfélagið á eða hefur umsjón með.

Húsavíkurbær annast almennt um útgáfu gíró – og greiðsluseðla og sendir til viðskiptavina sinna mánaðarlega.

Gjalddagar reikninga eru almennt 1.hvers mánaðar og er eindagi reiknings síðasti  virki dagur viðkomandi mánaðar,en eftir það reiknast dráttarvextir á eindagaða skuld,og þá frá og með gjalddaga. Því er mikilvægt að viðskiptavinir greiði reikninga fyrir lok útgáfumánaðar til að forðast dráttarvexti. 

Samkvæmt hinum nýju innheimtureglum mun innheimta Húsavíkurbæjar senda viðskiptavinum ítrekun og aðvörun,þegar vanskil frá gjalddaga að telja,eru orðin 2ja mánaða gömul og um leið verður tilkynnt að verði skuldin ekki greidd innan mánaðar,þá verði hún send í lögfræðiinnheimtu með tilheyrandi kostnaði fyrir skuldara. Allur kostnaður vegna löginnheimtu fellur á skuldara. Jafnframt glatar hann rétti til að frá frekari þjónustu eða afnotarétt,hvort sem um er að ræða leikskólavist,leigu húsnæðis eða annað.

Skuldara er heimilt að vísa máli sínu til Bæjarráðs eða Félagsþjónustu Þingeyinga,enda séu málefnalegar ástæður fyrir hendi.

Eldri viðskiptaskuldir:

Þeir viðskiptavinir sem nú eru með eldri skuldir en 2 ja mánaða,fá frest til 1.júlí 2004 til að gera upp skuldir sínar,en þær verða síðan settar í lögfræðiinnheimtu eftir þann tíma,með tilheyrandi kostnaði fyrir skuldara.

Fasteignagjaldaskuldir:

Skuldir vegna álagðra fasteignagjalda 2003 og fyrr, verða settar í lögfræðiinnheimtu þann 1.júní n.k.,en skuldir fasteignagjalda álagðra 2004 og síðar verða settar í lögfræðiinnheimtu 1.október ár hvert.

Ágætu viðskiptavinir Húsavíkurbæjar – Vinsamlegast greiðið reikninga á réttum tíma,og í síðasta lagi á eindaga, til að forðast óþarfa kostnað við innheimtuaðgerðir.

Innheimta Húsavíkurbæjar.