Nýr gervigrasvöllur á Húsavík
01.07.2011
Tilkynningar
Á fundi bæjarráðs í gær var fjallað um byggingu á nýjum gervigrasvelli á Húsavík.
Fyrirtækið Mannvit var fengið til að meta verkið og kostnað þess.
Á fundi bæjarráðs í gær var fjallað um byggingu á nýjum gervigrasvelli á Húsavík. Fyrirtækið Mannvit var fengið til að meta verkið og kostnað þess.
Áætlun Mannvits hljóðar upp á 177 milljónir króna en fram kemur að tvær leiðir séu færar varðandi snjóbræðslu á vellinum og þar sé kostnaðaðaráætlun ekki nákvæm. Á fundinum heimilaði bæjarráð framkvæmda- og hafnafulltrúa að undirbúa verkefnið og einstaka verkþætti þess til úboðs. Stefnt er að því að fyrsti áfangi verkefnisins hefjist í september 2011.