Fara í efni

Nýr sveitarstjóri

Byggðarráð samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Berg Elías Ágústsson í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Elís Bergur Elías Ágústsson var á síðasta kjörtímabili bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Bergur er 43 ára að aldri, fæddur og uppalinn Vestmannaeyingur og menntaður í hagfræði frá Sjávarútvegsháskólanum í Tromsö í Noregi. Hann hefur gegnt margvíslegum stjórnundarstörfum í atvinnulífi hér á landi, m.a. sem rekstrarstjóri og síðar framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. – Dvergasteins, framkvæmdastjóri fisk-vinnslufyrirtækjanna NASCO og Norðuróss á Blönduósi. Árið 2003 tók Bergur Elías við starfi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og gegndi því til loka kjörtímabils í ár.
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Berg Elías Ágústsson í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Elís Bergur Elías Ágústsson var á síðasta kjörtímabili bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Bergur er 43 ára að aldri, fæddur og uppalinn Vestmannaeyingur og menntaður í hagfræði frá Sjávarútvegsháskólanum í Tromsö í Noregi. Hann hefur gegnt margvíslegum stjórnundarstörfum í atvinnulífi hér á landi, m.a. sem rekstrarstjóri og síðar framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. – Dvergasteins, framkvæmdastjóri fisk-vinnslufyrirtækjanna NASCO og Norðuróss á Blönduósi. Árið 2003 tók Bergur Elías við starfi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og gegndi því til loka kjörtímabils í ár.
Áhugaverð viðfangsefni framundan
“Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau spennandi viðfangsefni sem framundan eru hjá Norðurþingi. Þetta er nýtt sveitarfélag og mjög áhugavert að vinna að uppbyggingu því og öllum þeim tækifærum sem því fylgja. Í öðru lagi er framundan uppbygging á stóriðju við Húsavík og verður mjög áhugavert að fá að vera þátttakandi í því stóra verkefni.,” segir Bergur Elías, sem kemur til starfa hjá Norðurþingi nú í ágústmánuði.
Bergur Elías er í sambúð með Bryndísi Sigurðardóttir og eiga þau tvo syni fædda 1998 og 2001. Auk þess á Bergur tvær dætur frá fyrra hjónabandi fæddar 1991 og 1993
Bergur Elías, Bryndís og synirnir Birkir og Steinarr.Og frúin, eins og sjá má, með Sögu Húsavíkur undir hendinni.