Nýr vefur Húsavíkurbæjar
Nýr vefur Húsavíkurbæjar var opnaður með formlegum hætti þann 2.apríl s.l. að viðstöddum starfsmönnum og gestum.
Hinum nýja vef Húsavíkurbæjar er ætlað að vera hvort tveggja í senn upplýsandi og til fróðleiks um stjórnkerfið og
þá þjónustu sem bærinn býður uppá. Fundargerðir fastanefnda verða birtar hér við fyrsta tækifæri eftir að fundi
lýkur. Upplýsingar um það hvaða þjónusta er í boði, hvað hún kostar og hvernig sótt er um hana er að finna á
þessum síðum.
Það er von okkar að sem flestir finni það sem þeir leita að um stjórnkerfið og þjónustuna, og einnig þeir sem einungis hafa hug
á því að vita hvernig veðrið er í bænum dag frá degi eða langar að skoða sig um á heimasíðum vinabæja okkar,
svo eitthvað sé nefnt.
Á forsíðu vefsins er að finna möguleikann á að senda inn fyrirspurnir og ábendingar.
Verið velkomin að hafa samband.
Bæjarstóri Reinhard Reynisson opnar nýja vefinn.