Fara í efni

Okkur vantar meiri fjölbreytni

Á fundi skólanefndar 2. október var lögð svo hljóðandi áskorun nemenda á miðstigi Borgarhólsskóla: “Við, nemendur á miðstigi Borgarhólsskóla skorum á bæjarstjórn og alla þá sem einhverju ráða um skólann okkar að setja upp leiktæki vestan við skólann sem ætluð eru fyrir miðstig. Núna er ekkert að gera úti í frímínútum nema að vera í fótbolta.         Okkur vantar meiri fjölbreytni.” Undir áskorunina rita 47 nemendur á miðstigi skólans skólaárið 2005 – 2006.           Skólanefnd vísar áskoruninni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007. Skólanefnd leggur áherslu á að samráð verði haft við nemendur þegar kemur að hönnun á vesturhluta skólalóðar. Framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og þjónustusviðs falið að gera nemendum miðstigs grein fyrir afgreiðslu skólanefndar.
Á fundi skólanefndar 2. október var lögð svo hljóðandi áskorun nemenda á miðstigi Borgarhólsskóla: “Við, nemendur á miðstigi Borgarhólsskóla skorum á bæjarstjórn og alla þá sem einhverju ráða um skólann okkar að setja upp leiktæki vestan við skólann sem ætluð eru fyrir miðstig. Núna er ekkert að gera úti í frímínútum nema að vera í fótbolta.
        Okkur vantar meiri fjölbreytni.” Undir áskorunina rita 47 nemendur á miðstigi skólans skólaárið 2005 – 2006.
 
        Skólanefnd vísar áskoruninni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007. Skólanefnd leggur áherslu á að samráð verði haft við nemendur þegar kemur að hönnun á vesturhluta skólalóðar. Framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og þjónustusviðs falið að gera nemendum miðstigs grein fyrir afgreiðslu skólanefndar.