Öldungaráð í Norðurþingi
Öldungaráð í Norðurþingi
Miðvikudaginn 13. febrúar kom öldungaráð saman í fyrsta skipti í kjölfar nýrra laga sem tóku gildi 1. október 2018. Áhersla á hvers kyns samráð og samvinnu við notendur hefur rutt sér til rúms innan velferðarþjónustunnar. Talið er mikilvægt að notendur eigi slíkan vettvang þar sem valdefling er höfð að leiðarljósi; fólk verði þannig virkir þátttakendur í mótun á þeim úrræðum og þjónustu sem því stendur til boða.
Samráð af því tagi sem hér um ræðir er þríþætt:
Í hverju sveitarfélagi, eða í sveitarfélögum sem eiga samstarf um öldrunarmál og þjónustu við aldraða, skal starfa formlegur samráðsvettvangur er nefnist öldungaráð þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða, framkvæmd og þróun öldrunarmála. Í samráðshópnum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum og þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara, auk eins fulltrúa frá heilsugæslunni. Eigi tvö eða fleiri sveitarfélög samstarf um öldrunarþjónustu skulu viðkomandi sveitarfélög og félög borgara á þjónustusvæðinu koma sér saman um samsetningu öldrunarráðs.
Öldungaráð skal hafa eftirtalin verkefni á starfssvæði sínu:
Í öldungaráði eru Jón Grímsson formaður, Lilja Skarphéðinsdóttir varaformaður, Tryggvi Jóhannsson ritari, Helgi Ólafsson aðalmaður, Jónas Friðrik Guðason varamaður, Erla Óskarsdóttir varamaður, Kristbjörg Sigurðardóttir varamaður, Rannveig Benediktsdóttir aðalmaður, Ragnhildur Þorgeirsdóttir aðalmaður og Fanney Hreinsdóttir deildarstjóri hjá Norðurþingi.
Við hvetjum íbúa í Norðurþingi til að vera í góðum samskiptum við öldungaráð og koma með ábendingar um það sem betur má fara í málefnum aldraðra innan sveitarfélagsins.