Ónýt eða Ónýtt auðlind?
Heimsókn til Danmerkur.
Verkefnastjórum Eims og Orkídeu var boðið að heimsækja græna iðngarða á Jótlandi í apríl síðastliðnum. Með í för var fulltrúi Landsvirkjunnar en Landsvirkjun er einn helsti bakhjarl félaganna.
Teymið heimsótti fjóra iðngarða og ljóst að Danir hafa náð umtalsverðum árangri í því að þróa græna iðngarða.
Hvað er grænn iðngarður?
Iðngarðarnir sem teymið heimsótti eru allir eru mjög ólíkir og byggðir upp á mismunandi hátt. Þeir eiga það þó allir það sameinginlegt að í þeim felst viðskiptasamstarf milli fyrirtækja á svæðinu þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi. Fyrirtækin taka öll virkan þátt í að deila straumum sín á milli, sem hefðu annars farið í ruslið.
"Heimsóknin var virkilega áhugaverð. Við höfum skapað góð tengsl við bæði þá aðila sem sjá um að stýra starfseminni á svæðunum og
fyrirtækjum innan garðanna. Þessi tengls munu án efa geta nýst okkur mikið í þeirri uppbyggingu sem er að eiga sér stað á Bakka. Við getum nýtt okkur margra ára reynslu til þess að styðja sem best við fyrirtækin á svæðinu ásamt því að búa til aðdráttarafl fyrir fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásahagkerfisins. Við ætlum okkur að skapa störf og skila alvöru árangri í umhverfismálum, en þar þurfum við að gera mun betur og við gerum það best saman!” segir Karen Mist Kristjánsdóttir verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka.
Frá því að verkefnastjóri tók til starfa hefur áhersla verið lögð á að kortleggja auðlindastrauma svæðisins ásamt því að heimsækja þau fyrirtæki sem nú þegar starfa á svæðinu. Stofnaður hefur verið stýrihópur fyrir verkefnið sem er skipaður af fulltrúum frá öllum samstarfsaðilum verkefnisins ásamt verkefnastjóra. Einnig er verið að vinna að heimasíðu fyrir Grænan Iðngarð á Bakka til að kynna möguleika svæðisins.
Inger Sophie Bressay Andersen, Ole Rom Andersen, Steen H. Hintze, Helga Gunnlaugsdóttir, Magnús Yngvi Jósepsson, Dóra Björk Þrándardóttir, Karen Mist Kristjánsdóttir, Hanne Skovby, Per Holm Norgaard,
Dóra Björk Þrándardóttir, Karen Mist, Magnús Yngvi og Helga Gunnlaugsdóttir