Fara í efni

Opið hús í Túni

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík stendur fyrir opnu húsi laugardaginn 3. nóvember nk. milli 13 og 16.

Rúm tíu ár eru síðan starfsemi rannsóknasetursins hófst en við rannsóknasetrið er lögð áhersla á rannsóknir á hvölum og ferðaþjónustu. 

Starfsfólk og nemendur rannsóknasetursins bjóða upp á kaffi og kleinur og kynna verkefni og rannsóknir setursins.

 

Verið hjartanlega velkomin!