Opið hús til kynningar á skipulagi á Bakka og frummatsskýrslu vegna kísilmálmverksmiðju PCC
04.03.2013
Tilkynningar
PCC SE hefur lagt fram frummatsskýrslu um kísilmálmverksmiðju á Bakka til meðferðar hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan liggur frammi til
kynningar frá 22. febrúar 2013 til 5. apríl 2013.
Einnig undirbýr Norðurþing tillögu að deiliskipulagi suðurhluta iðnaðarsvæðis á Bakka og breytingu á aðalskipulagi í tengslum við deiliskipulagstillöguna, ásamt umhverfisskýrslum.
Norðurþing og PCC SE boða til opins húss til kynningar á framkvæmdinni og ofangreindum skipulagstillögum í stóra sal Hótels Húsavíkur á milli kl. 14 og 18 laugardaginn 9. mars næstkomandi.
Öllum er velkomið að mæta og kynna sér niðurstöður frummatsskýrslunnar og skipulagstillögurnar og ræða við fulltrúa PCC og Norðurþings og sérfræðinga sem hafa komið að vinnunni.