Opinn fundur um orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum
Verkefnisstjórn um orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum heldur opinn fund með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra og Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar þriðjudaginn 25. maí, kl. 17:15 á Fosshótel Húsavík.
Farið verður yfir vinnu verkefnisstjórnarinnar sem skipuð var í nóvember 2009 á grundvelli sameiginlegrar viljayfirlýsingar iðnaðarráðherra, Norðurþings, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um samstarf á sviði orkurannsókna, orkunýtingar og atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum.
Verkefnisstjórn var falið að leita mögulegra samstarfsaðila um atvinnuuppbyggingu sem byggi á hagnýtingu orkunnar frá háhitasvæðunum í Þingeyjarsýslum. Fyrsta áfanga skyldi ljúka í vor. Niðurstöður hans verða nú kynntar opinberlega ásamt hugmyndum um næstu skref.Dagskrá fundarins:
- Gunnlaugur Stefánsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, býður gesti velkomna
- Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, lýsir áherslum í orku- og atvinnumálum
- Reinhard Reynisson, fer yfir störf verkefnisstjórnarinnar í fyrsta áfanga
- Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, lýsir áherslum fyrirtækisins
- Fyrirspurnir frá fundargestum
- Iðnaðarráðherra tekur saman áherslur vegna næstu skrefa
Fundarstjóri er Örlygur Hnefill Jónsson
Verkefnisstjórn er skipuð eftirfarandi fulltrúum:
Bergur Elías Ágústsson, f.h. Norðurþings;
Margrét Hólm Valsdóttir, f.h. Skútustaðahrepps;
Tryggvi Harðarson, f.h. Þingeyjarsveitar;
Reinhard Reynisson, f.h.Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga;
Einar Mathiesen, f.h. Landsvirkjunar/Þeistareykja ehf;
Martha Eiríksdóttir, f.h. Iðnaðarráðuneytis.