Fara í efni

Opinn skógur í Akurgerði

Í frábæru veðri á laugardaginn var skógurinn í Akurgerði í Öxarfirði formlega tekinn inn í verkefnið "Opinn skógur" . Af því tilefni var boðað til hátíðardagskrár í skóginum. Kristján Möller samgönguráðherra opnaði skóginn formlega með því að gróðursetja tré.  Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands flutti ávarp. Sigurður Pálsson, skáld (frá Skinnastað) fór með ljóð, söngsveit heimamanna söng skógarlög og að lokum var svo skógarhlaupi í skóginum. Allir sem tóku þátt í hlaupinu fengu trjáplöntu sem viðurkenningu. Töluvert margir mættu og nutu skógarins og blíðunar. Í frábæru veðri á laugardaginn var skógurinn í Akurgerði í Öxarfirði formlega tekinn inn í verkefnið "Opinn skógur" . Af því tilefni var boðað til hátíðardagskrár í skóginum.

Kristján Möller samgönguráðherra opnaði skóginn formlega með því að gróðursetja tré.  Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands flutti ávarp.
Sigurður Pálsson, skáld (frá Skinnastað) fór með ljóð, söngsveit heimamanna söng skógarlög og að lokum var svo skógarhlaupi í skóginum. Allir sem tóku þátt í hlaupinu fengu trjáplöntu sem viðurkenningu.

Töluvert margir mættu og nutu skógarins og blíðunar.

Verkefnið "Opinn skógur" er samstarfsverkefni skófræktarfélagana, Avant, Olís og Pokasjóðs.  Markmiðið með verkefninu er að opna fjölmörg skógræktarsvæði við alfaraleiðir sem eru í umsjón skógræktarfélaga. Áhersla er lögð á að aðstaða og aðgengi verði til fyrirmyndar og á að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu.