Fara í efni

Opinn skógur í Akurgerði í Öxarfirði

Laugardaginn 5. júlí  næst komandi verður skógurinn í Akurgerði í Öxarfirði  formlega tekinn inn í verkefnið „Opinn skóg" . Af því tilefni verður boðað til hátíðardagskrár í skóginum. Dagskrá: Kristján Möller samgönguráðherra opnar skóginn formlega með því að gróðursetja tré. Ávarp Magnúsar Gunnarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands Ávarp fulltrúa Skógræktarfélags N-Þingeyinga. Sigurður Pálsson, skáld (frá Skinnastað) fer með ljóð, söngsveit heimamanna syngur skógarlög og dagskrá lýkur svo með skógarhlaupi  í skóginum. Allir sem taka þátt í hlaupinu frá trjáplöntu sem viðurkenningu. Allir velkomnir.

Laugardaginn 5. júlí  næst komandi verður skógurinn í Akurgerði í Öxarfirði  formlega tekinn inn í verkefnið „Opinn skóg" . Af því tilefni verður boðað til hátíðardagskrár í skóginum.

Dagskrá:

Kristján Möller samgönguráðherra opnar skóginn formlega með því að gróðursetja tré.

Ávarp Magnúsar Gunnarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands

Ávarp fulltrúa Skógræktarfélags N-Þingeyinga.

Sigurður Pálsson, skáld (frá Skinnastað) fer með ljóð, söngsveit heimamanna syngur skógarlög og dagskrá lýkur svo með skógarhlaupi  í skóginum. Allir sem taka þátt í hlaupinu frá trjáplöntu sem viðurkenningu.

Allir velkomnir.

Markmiðið með verkefninu "Opinn skógur" er að opna fjölmörg skógræktarsvæði í eigu og umsjón skógræktarfélaga og gera þau aðgengileg almenningi.  Áhersla er lögð á að aðstaða og aðgengi sé til fyrirmyndar og á að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu.

Níu svæði hafa verið opnuð með formlegum hætti. Svæðin eru: Daníelslundur í Borgarfirði (2002), Hrútey við Blönduósbæ (2003), Snæfoksstaðir í Grímsnesi, Tunguskógur við Ísafjarðarbæ, Eyjólfsstaðaskógur á Héraði, Sólbrekkur á Reykjanesi (2004), Hofsstaðaskógur á Snæfellsnesi (2005), Tröð við Hellissand (2006) og Hálsaskógur við Djúpavog (2008). Styrktaraðilar Opins skógar eru Avant, Olís og Pokasjóður.