Fara í efni

Opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ á Akureyri

Það verður stór stund klukkan 16 á morgun, 6. febrúar, í Skautahöllinni á Akureyri þegar fram fer opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ sem nú er haldin í fimmta skipti og stendur yfir frá 6. febrúar - 21. mars. Á opnunarhátíðinni verða m.a. fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara nú í febrúar í Vancuver.  Í þeim hópi er einmitt okkar maður, Stefán Jón Sigurgeirsson frá Húsavík.  Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og sýna okkar manni stuðning fyrir komandi átök á Ólympíuleikunum.

Það verður stór stund klukkan 16 á morgun, 6. febrúar, í Skautahöllinni á Akureyri þegar fram fer opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ sem nú er haldin í fimmta skipti og stendur yfir frá 6. febrúar - 21. mars.

Á opnunarhátíðinni verða m.a. fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara nú í febrúar í Vancuver.  Í þeim hópi er einmitt okkar maður, Stefán Jón Sigurgeirsson frá Húsavík. 

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og sýna okkar manni stuðning fyrir komandi átök á Ólympíuleikunum.

Fréttatilkynningin í heild sinni: 

Það verður stór stund klukkan 16 á morgun, 6. febrúar, í Skautahöllinni á Akureyri þegar fram fer opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ sem nú er haldin í fimmta skipti og stendur yfir frá 6. febrúar - 21. mars.
Á opnunarhátíðinni koma fram í skrúðgöngu öll þau félög sem taka þátt í hátíðinni, kynntir verða með pompi og prakt fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í Vancouver, haldin verða ávörp, Skautahöllinni sem fagnar 10 ára afmæli sínu verða færðar gjafir og síðast en ekki síst verður Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar með stórfenglega sýningu þar sem hjartað verður í aðalhlutverki en eins og landinn hefur orðið var við þá hefir verkefnið Brostu með hjartanu smitað mikilli jákvæðin og bjartsýni meðal bæjarbúa og gesta hans.  

Það er ekki á hverjum degi sem framleiddur er snjór fyrir verslunarmiðstöð en einmitt þessa stundina stendur slík framleiðsla yfir fyrir Glerártorg á Akureyri og er rétt að taka það skýrt fram að snjórinn er ætlaður til notkunar innandyra fyrir skíðagöngumót sem fram fer um aðra helgi og er hluti af Vetraríþróttahátíð ÍSÍ sem fram fer á Akureyri. 
 

Opnunarhátíðin hefst eins og fyrr segir klukkan 16 og eru allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Dagskrá hátíðarinnar er að finna á slóðinni www.vmi.is

Nánari upplýsingar veita Guðmundur Karl Jónsson Hlíðarfjalli í síma 860 4919 og Þröstur Guðjónsson formaður ÍBA (Íþróttabandalag Akureyrar) 896 1147