Fara í efni

Orkumál

Þekking og reynsla á heimsvísu á Húsavík.  Miðvikudaginn 9. febrúar mátti sjá frétt í Skarpi um fyrirtækið X-orku og fyrirhugaða ráðstefnu á vegum fyrirtækisins hér á Húsavík næstkomandi mánudag. Orkuveita Húsavíkur er aðili að þessu fyrirtæki og hefur, fyrst í heiminum, tileinkað sér svonefnda Kalina tækni til framleiðslu á rafmagni.

Þekking og reynsla á heimsvísu á Húsavík. 

Miðvikudaginn 9. febrúar mátti sjá frétt í Skarpi um fyrirtækið X-orku og fyrirhugaða ráðstefnu á vegum fyrirtækisins hér á Húsavík næstkomandi mánudag. Orkuveita Húsavíkur er aðili að þessu fyrirtæki og hefur, fyrst í heiminum, tileinkað sér svonefnda Kalina tækni til framleiðslu á rafmagni.

 

Þekking og reynsla á heimsvísu á Húsavík. 

Miðvikudaginn 9. febrúar mátti sjá frétt í Skarpi um fyrirtækið X-orku og fyrirhugaða ráðstefnu á vegum fyrirtækisins hér á Húsavík næstkomandi mánudag. Orkuveita Húsavíkur er aðili að þessu fyrirtæki og hefur, fyrst í heiminum, tileinkað sér svonefnda Kalina tækni til framleiðslu á rafmagni. Við framleiðsluna er notaður jarðvarmi og er Húsavík og nágrenni því tilvalinn staður fyrir slíka tækni. X-Orka hefur leyfi til að selja tæknina í Evrópu og Suður-Ameríku. Þeir sem vilja kynna sér fyrirtækið X-Orku geta skoðað heimasíðu félagsins xorka.com en ný heimasíða félagsins ásamt Kalina-þekkingarsetri verður formlega opnuð við upphaf framangreindrar ráðstefnu á mánudag.