Fara í efni

Örsögusamkeppni MENOR 2005

Menningarsamtök Norðlendinga, MENOR, efnir til samkeppni um örsögur í vetur í samstarfi við Tímarit Máls og menningar. 

Menningarsamtök Norðlendinga, MENOR, efnir til samkeppni um örsögur í vetur í samstarfi við Tímarit Máls og menningar. 

Menningarsamtök Norðlendinga, MENOR, efnir til samkeppni um örsögur í vetur í samstarfi við Tímarit Máls og menningar.  Örsögur eru nefndar örstuttar smásögur, oft með ljóðrænu ívafi.  Þátttaka er heimil fólki á öllum aldri og alls staðar á landinu.  Skilafrestur er til 1. maí næstkomandi.  Þriggja manna dómnefnd velur þá þrjár bestu sögurnar sem hljóta vegleg bókaverðlaun.

 

Sögurnar á að senda undir dulnefni til:  MENOR / Pósthólf 384 / 602 Akureyri merktar „Örsögukeppni MENOR og Tímarits Máls og menningar 2005".  Í lokuðu umslagi með sögunni skal fylgja nafn höfundar, heimilisfang og símanúmer.  Umslagið skal merkt með dulnefni höfundar.  Aðeins verða opnuð umslög verðlaunahöfunda.  Nánari upplýsingar má nálgast á www.menor.is