Öruggara Norðurland eystra
Norðurþing er þátttakandi í svæðisbundnu samráði um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra undir merkjum Öruggara Norðurland eystra. Samstarfsaðilar í verkefninu eru öll sveitarfélögin í umdæminu; Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Langanesbyggð, Norðurþing, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur, Þingeyjarsveit. Einnig Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sjúkrahúsið á Akureyri, Háskólinn á Akureyri, Framhaldsskólinn á Húsavík, Framhaldsskólinn á Laugum, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Bjarmahlíð þolendamiðstöð.
Framkvæmdateymi mun starfa á vegum verkefnisins þar sem verða settir af stað fjölbreyttir vinnuhópar um það er lýtur að forvörnum í samfélaginu. Þar koma að fulltrúar ofangreindra aðila auk þeirra sem þörf er á hverju sinni.
Markmið svæðisbundins samstarfs um Öruggara Norðurland eystra:
- að því að lögreglan og samstarfsaðilar vinni saman að forvörnum í umdæminu, með sameiginlegum áherslusviðum og markmiðum þróuðum út frá svæðisbundnum aðstæðum.
- að efla samvinnu við úrlausn mála, m.a. samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021.
- að halda utan um tölfræðiupplýsingar miðað við sameiginlegar skilgreiningar samstarfsaðila sem lagðar eru til grundvallar við markmiðasetningu við afbrotavarnir.