Óskað er eftir félagasamtökum eða klúbbi til að taka að sér hlutverk öryggisvarðar á Mærudagshátíð gegn greiðslu
28.06.2024
Tilkynningar
Óskað er eftir félagasamtökum eða klúbbi til að taka að sér hlutverk öryggisvarðar á Mærudagshátíð gegn greiðslu.
Sveitarfélagið Norðurþing er að leita að klúbbi eða félagasamtökum sem gætu tekið að sér öryggisgæslu í samvinnu við lögreglu á hafnarsvæðinu á Mærudagshátíð gegn greiðslu.
Verkefnið er að vera til staðar á hátíðarsvæðinu föstudagskvöldið, laugardaginn (26. júlí - 27. júlí 2024) þannig að fólk sem þarf aðstoð (barn týnist o.s.frv.) geti haft samband við þetta fólk. Um 6 manns er leitað til að vakta svæðið.
Greitt verður 300.000,- kr. fyrir verkið.
Áhugasamir hafið samband við Nele Marie Beitelstein, nele@nordurthing.is