Fara í efni

Óskað er eftir starfsfólki í Sumarfrístund

Sumarfrístund á Húsavík auglýsir eftir starfsfólki í lifandi og fjölbreytt sumarstörf.
Óskað er eftir frístundaleiðbeinanda og starfsmanni í verkefnastjórn.
Unnið er með börnum í 1-4. bekk.

Vinnutími er frá 08-16 virka daga frá og með 5. júní.


Umsækjandi þarf að:

  • Hafa náð 18 ára aldri.
  • Hafa hreint sakavottorð
  • Hafa áhuga á að vinna með börnum
  • Geta unnið vel með öðrum
  • Vera liprir og jákvæðir í mannlegum samskiptum.
  • Hafa frumkvæði og verið sveigjanlegur í starfi
  • Reynsla að starfi með börnum/ungmennum er æskileg.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og
viðkomandi stéttarfélags.
Frekari upplýsingar veitir Sólveig Ása Arnarsdóttir, verkefnastjóri á
íþrótta- og tómstundasviði Norðurþings í síma 464-6100 –
solveigasa@nordurthing.is
Umsóknarfrestur er til 1. júní 2023

Hægt er að sækja um í gegnum rafrænt umsóknareyðublað hér