Fara í efni

Pétur mikli kominn til Húsavíkur

Tækjabúnaður Sæþórs ehf. sem sér um dýpkun og gröft á stálþilsskurði vegna hafnarframkvæmda við Bökugarð er kominn á staðinn. Um er að ræða gröfupramma og efnisprammann Pétur mikla.Framkvæmdir við verkið hefjast á næstu dögum, en samkvæmt verksamningi skal þeim lokið 1. apríl n.k.

Tækjabúnaður Sæþórs ehf. sem sér um dýpkun og gröft á stálþilsskurði vegna hafnarframkvæmda við Bökugarð er kominn á staðinn. Um er að ræða gröfupramma og efnisprammann Pétur mikla.Framkvæmdir við verkið hefjast á næstu dögum, en samkvæmt verksamningi skal þeim lokið 1. apríl n.k.


Tækjabúnaður Sæþórs ehf. sem sér um dýpkun og gröft á stálþilsskurði vegna hafnarframkvæmda við Bökugarð er kominn á staðinn. Um er að ræða gröfupramma og efnisprammann Pétur mikla.Framkvæmdir við verkið hefjast á næstu dögum, en samkvæmt verksamningi skal þeim lokið 1. apríl n.k.
Viðbúið er þó að svo verði ekki. Dýpi við þilið verður 10 metrar, en stálþilið er rekið það langt niður að auðvelt er að dýpka í 12 metra síðar, t.d. vegna þarfa orkufreks iðnaðar. Ríkiskaup hafa auglýst útboð á efni í stálþilið sem reka á niður síðar á árinu, en gert er ráð fyrir að þær framkvæmdir geti hafist síðsumars. Rekið verður niður 130 metra langt stálþil, kantur og pollar steyptir og fyllt að. Lokafrágangur á svæðinu fer svo fram á næsta ári.