Prestastefna á Húsavík
Prestastefna var sett á Húsavík í gær 24. apríl. Biskupar, prestar og djáknar gengu skrúðbúnir frá Fosshótelinu á Húsavík að Húsavíkurkirkju í blíðskapar veðri. Athöfn fór fram í Húsavíkurkirkju þar sem sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikaði. Eftir athöfn í Húsavíkurkirkju var farið í Sjóminjasafnið þar sem sveitastjórn Norðurþings tók á móti þeim.
Dagskráin er annars þannig:
19.00 Setning Prestastefnu
Messa í Húsavíkurkirkju. Prestar og djáknar ganga frá Fosshóteli Húsavík að kirkju.
Dr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, predikar
20.30 Móttaka hjá sveitarstjórn Norðurþings í Sjóminjasafninu.
Miðvikudagur 25. apríl
09.00 Morgunbæn í Húsavíkurkirkju. Sr. Sighvatur Karlsson, sóknarprestur, Húsavík.
Yfirlitsræða biskups Íslands.
Fundir Prestastefnu fara fram í fundarsal á Fosshóteli Húsavík.
10.15 Álit kenningarnefndar um Þjóðkirkjuna og staðfesta samvist.
Drög að formi um blessun staðfestrar samvistar.
Framsaga fulltrúa Prestastefnu í kenningarnefnd, sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur og dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar og formanns helgisiðanefndar sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar.
Almennar umræður
12.00 Hádegismatur
13.00 Álit kenningarnefndar og drög helgisiðanefndar.
Almennar umræður
15.00 Kaffihlé
16.00 Þrjú erindi:
Staða kirkjunnar í nútíma samfélagi.
Ingvill Plesner, lögfræðingur, Akureyri
Lýðræði, kristni og kirkja.
Dr. Svanur Kristjánsson, prófessor, Háskóla Íslands
Samskipti kirkju og skóla.
Sr. Sigurður Pálsson, Reykjavík
18.00 Kvöldbæn í Húsavíkurkirkju. Sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur, Skinnastað.
19.30 Kvöldverður á Hóteli Húsavík í boði biskupshjónanna
Fimmtudagur 26. apríl
09.00 Morgunbæn í Húsavíkurkirkju. Sr. Þorgrímur Daníelsson, sóknarprestur, Grenjaðarstað
09.45 Um aukaverk presta - hugmyndir að breytingum.
Sr. Halldór Gunnarsson, kirkjuráðsmaður
Um val á prestum skv. nýsamþykktum lögum um breytingu á þjóðkirkjulögum og auglýsingu prestsembætta við lok skipunartíma sbr. 40. gr. þjóðkirkjulaganna
Sr. Kristján Björnsson, kirkjuráðsmaður
12.00 Hádegismatur
13.30 Önnur mál - tillögur berist til miðnefndar Prestastefnu fyrir kl. 16 daginn áður.
15.00 Kaffi
16.00 Altarisganga og slit Prestastefnu í Húsavíkurkirkju