Raðganga upp með Jökulsárgljúfrum að austan
Í sumar bryddar Ferðafélagið Norðurslóð upp á nýju gönguverkefni á félagssvæði sínu, en það er raðganga upp með Jökulsárgljúfrum að austan. Gengið verður í fjórum áföngum frá Landsárgili upp að Dettifossi, fyrstu tveir áfangarnir í sumar og seinni tveir sumarið 2017.
Þetta eru fáfarnar slóðir í ævintýralegu umhverfi gjúfranna, en þetta svæði er ekki eins aðgengilegt og vestan ár, þar sem er þjóðgarður.
Nú er komið að fyrstu göngunni, sem verður farin sunnudaginn 5. júní nk. Gengið um Borgirnar og upp að Gloppu þar sem farið verður ofan í gljúfrin. Mæting kl. 13:00 að Vestaralandi.
Ekkert þátttökugjald, allir eru velkomnir.
Ferðafélagið Norðurslóð starfar á svæðinu frá Kelduhverfi austur á Bakkafjörð.
Allar nánari upplýsingar á ffnordurslod@simnet.is eða síma 892-8202.