Ráðið hefur verið í starf fjölmenningarfulltrúa hjá Norðurþingi.
Ráðið hefur verið í starf fjölmenningarfulltrúa hjá Norðurþingi.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir hefur verið ráðin fjölmenningarfulltrúi Norðurþings og tekur hún til starfa í byrjun maí.
Sigrún Björg hefur lokið grunn- og meistaranámi í mannfræði frá Háskóla Íslands og hefur unnið sem verkefnastjóri að mannúðar- og innflytjendamálum bæði hjá Sendiskrifstofu Íslands í Úganda og hjá Þekkingarneti Þingeyinga þar sem hún vann að rannsókn á högum innflytjenda á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Sigrún hefur sömuleiðis tekið þátt í sjálfboðaliðaverkefnum á vegum Rauða Krossins, var sjálfboðaliði hjá mannréttindaskrifstofu Íslands og vann við sjálfboðastörf í Úganda og í Palestínu.
Við bjóðum Sigrúnu og fjölskyldu hennar velkomna á Húsavík og hlökkum til að vinna með henni að uppbyggingu á nýju og spennandi starfi hjá sveitarfélaginu”