Fara í efni

Ráðið hefur verið í starf móttökustjóra í stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík

Berglind Jóna Þorláksdóttir hefur verið ráðin í starf móttökustjóra í stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Berglind Jóna er með B.A. próf í félagsfræði og er að ljúka M.Ed. prófi í menntunarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún hefur á undanförnum árum, samhliða námi, starfað við ýmis afgreiðslu- og ritarastörf ásamt vinnu við rannsóknarverkefni við Þekkingarnet Þingeyinga þar sem hún starfar nú.  Berglind Jóna hefur einnig þjálfað stúlkur í 5. flokk Völsungs í knattspyrnu síðastliðið ár.  Hún mun hefja störf í júlí.